Grindavík lagði Stjörnuna og Keflavík vann Tindastól
Grindavík lagði Stjörnuna í Iceland Express deild karla í kvöld. Lokatölurnar voru 93:83 þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði 27 stig. Justin Shouse skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna.
Á Sauðárkróki hafði Keflavík sigur gegn Tindastóli, 88:69. Sigurður Þorsteinsson skoraði 25 stig fyrir Keflavík.
Fleiri myndir úr viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar eru komnar í myndasafn hér á forsíðu vf.is
Ljósmyndir: Hilmar Bragi