Grindavík lá í Vodafonehöllinni
Grindavíkurkonum tókst ekki að jafna Keflavík á toppi Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gær. Grindavík heimsótti Val í Vodafonehöllina í Reykjavík og mátti sætta sig við 69-57 ósigur.
Stigahæst í liði Grindavíkur í gær var Tiffany Roberson með 18 stig og 15 fráköst en næst henni kom Petrúnella Skúladóttir með 11 stig og 6 fráköst. Molly Peterman var besti maður vallarins með 33 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst hjá Val.