Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík lá gegn Haukum
Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 10:16

Grindavík lá gegn Haukum

Grindvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn Haukum að Ásvöllum í gærkvöldi, 99-87, í fyrri viðureign liðanna í Hópbílabikarnum. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur Grindvíkinga með 27 stig og 9 fráköst en það dugði ekki til. Grindvíkingar voru ekki nægilega varkárir en liðið tapaði 27 boltum í leiknum á meðan Haukar töpuðu 17 boltum.

Gestirnir frá Grindavík hófu leikinn mun betur og á tíma leit út fyrir að sigurinn yrði auðsóttur í Hafnarfjörðinn. Staðan að loknum 1. leikhluta var 20-33 Grindavík í vil.

Haukar neituðu að gefast upp og sigruðu annan leikhluta 28-22 og staðan í hálfleik því 48-55 fyrir gestina.

Í þriðja leikhluta skoruðu Haukar enn á ný 28 stig en Grindvíkingar gerðu aðeins 17 stig í leikhlutanum og Haukar því komnir yfir, 76-72, fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.

Segja má að sóknarleikur Grindavíkurliðsins hafi allt frá 1. leikhluta farið hrakandi og gerðu þeir aðeins 15 stig í síðasta leikhlutanum gegn 23 stigum frá Haukum. Lokatölur leiksins því 99-87 fyrir Hauka sem þykja nokkuð óvænt úrslit í samanburði við leik liðanna í Iceland Express deildinni þar sem Grindvíkingar sigruðu Hauka með 30 stiga mun, 103-73.

DeeAndre Hulett fór mikinn í liði Hauka, nældi sér í tvöfalda tvennu með 27 stig og 12 fráköst. Alls voru 3 leikmenn í Haukaliðinu sem gerðu 20 stig eða meira.

Seinni leikur liðanna fer svo fram í Röstinn í Grindavík n.k. sunnudag kl. 19:15.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/ Jón Björn, [email protected]

Smellið hér til að skoða myndasafn frá leiknum.
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024