Grindavík komið yfir á ný
Grindavík er komið yfir á ný í einvígi sínu gegn KR í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deildinni í körfuknattleik. Grindavík hafði betur í þriðja leik liðanna 95-80 í Röstinni í kvöld. Staðan er þar með 2-1 í einvíginu. Um 900 manns troðfylltu Röstina í Grindavík í kvöld.
Grindavík byrjaði leikinn betur og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 27-19. KR-ingar náðu hins vegar að jafna leikinn og staðan í hálfleik, 43-43. Grindvíkingar voru hins vegar sterkari í seinni hálfleik sem þeir unnu með 15 stiga mun.
Samuel Zeglinski átti mjög góðan leik fyrir Grindvíkinga og skoraði 32 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa átta stoðsendingar. Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti einnig skínandi góðan leik og skoraði 21 stig og það sama gerði Aaron Broussard.
Með sigrinum í kvöld getur Grindavík tryggt sig í úrslitaeinvígið með sigri þann 11. apríl í DHL Höllinni 11. apríl.
Grindavík-KR 95-80 (27-19, 16-24, 26-22, 26-15)
Grindavík: Samuel Zeglinski 32/10 fráköst/8 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/8 fráköst, Aaron Broussard 21/11 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Pettinella 8, Jóhann Árni Ólafsson 7/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Davíð Ingi Bustion 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0.
KR: Brandon Richardson 19/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 16, Brynjar Þór Björnsson 11/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 10/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 9/4 fráköst, Kristófer Acox 8/9 fráköst, Darshawn McClellan 5/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Emil Þór Jóhannsson 0, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.