Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík komið í undanúrslit í Borgunarbikarkeppni kvenna
Föstudagur 23. júní 2017 kl. 22:18

Grindavík komið í undanúrslit í Borgunarbikarkeppni kvenna

Grindavík vann Tindastól 3:2 í Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu í Grindavík í kvöld. Elena Brynjarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Grindavíkur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu og það seinna á 41. mínútu.  Isabel Jasmín Almarsdóttir skoraði þriðja mark Grindavíkur tveim mínútum síðar. Staðan var 3:0 fyrir Grindavík í hálfleik. Emily Key skoraði tvö mörk fyrir Tindastól í seinni hálfleik. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum því var 3:2 lokastaðan og Grindavík komið áfram í undanúrslit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024