Grindavík kom með eitt stig úr Eyjum
Grindavík gerði 2:2 jafntefli við ÍBV í gær í Vestmannaeyjum í Pepsí-deild kvenna. Fyrsta markið kom strax á 3. mínútu og var það Cloé Lacasse sem skoraði það fyrir ÍBV. Þannig var staðan í hálfleik. Kristín Anítudóttir Mcmillan jafnaði fyrir Grindavík á 56. mínútu. ÍBV komst aftur yfir með marki frá Kristínu Ernu Sigurlásdóttur á 67. mínútu. Grindavík jafnaði aftur með marki frá Maríu Sól Jakobsdóttur á 82. mínútu. Lokastaðan því 2:2 og er Grindavík er 7. sæti með 14 stig.