Grindavík kjöldró Keflavík í Lengjubikarnum
Grindavík er komið í undanúrslit í Lengjubikarnum eftir stórsigur á Keflavík í kvöld í lokaleik A-riðils. Lokatölur urðu 116-81 fyrir heimamenn í Grindavík sem þar með urðu í efsta sæti í A-riðli og munu leika til undanúrslita í keppninni.
Liðin voru jöfn eftir fyrsta leikhluta 27-27 en þá skildu leiðir. Grindavík hafði talsverða yfirburði eftir það og vann öruggan 25 stiga sigur. Samuel Zeglinski skoraði 33 stig fyrir Grindavík og Aaron Broussard var með 32 stig. Hjá Keflavík var Michael Craion atkvæðamestur með 27 stig og Stephen McDowell með 23 stig.
Einnig var leikið í Poweradebikar kvenna í dag. Keflavík vann nauman sigur á Haukum á útivelli, 84-89. Njarðvík tapaði á sama tíma fyrir Val í mjög spennandi leik, 66-65.Keflavík er komið áfram en Njarðvík er úr leik.
Grindavík-Keflavík 116-81 (27-27, 28-17, 35-25, 26-12)
Grindavík: Samuel Zeglinski 33/5 fráköst/11 stoðsendingar, Aaron Broussard 32/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 16, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ómar Örn Sævarsson 4, Jón Axel Guðmundsson 4, Ólafur Ólafsson 2, Hinrik Guðbjartsson 1.
Keflavík: Michael Craion 26/7 fráköst, Stephen Mc Dowell 23/4 fráköst, Darrel Keith Lewis 15/6 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Magnús Þór Gunnarsson 4, Snorri Hrafnkelsson 3/6 fráköst, Sigurður Vignir Guðmundsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 1.