Grindavík Íslandsmeistarar í stúlknaflokki
Sigur á Keflavík í úrslitaleik
Grindavík varð Íslandsmeistari í stúlknaflokki um helgina eftir sigur á Keflavík í úrslitaleik. Grindavík byrjaði úrslitaleikinn mun betur og voru komnar með tólf stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Keflavík náði að komast aftur inn í leikinn en þær náðu þó aldrei að jafna hann. Að lokum vann Grindavík með þremur stigum, 61:64.
Jenný Geirdal Kjartansdóttir var valin maður úrslitaleiksins en hún skilaði fimmtán stigum, fjórtán fráköstum, tveimur stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Þá bætti Hekla Eik Nökkvadóttir við nítján stigum, sex fráköstum, sjö stoðsendingum og þremur stolnum boltum. Í liði Keflavíkur var Anna Lára Vignisdóttir atkvæðamest með 22 stig og sjö fráköst.