Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 1. apríl 2003 kl. 21:09

Grindavík í úrslitin

Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þar sem þeir glíma við Keflvíkinga. Darryl Lewis átti stórleik í liði Grindvíkinga og skoraði 45 stig og tók 20 fráköst. Helgi Jónas Guðfinnsson og Páll Axel Vilbergsson skoruðu 10 stig hver. Hjá Tindastóli voru Kristinn Friðriksson og Michail Antropov atkvæðamestir með 20 stig hver. Lokastaða leiksins var 109 - 77.Fyrsti úrslitaleikur Grindvíkinga og Keflvíkinga fer fram klukkan 16 í Grindavík á laugardaginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024