Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík í undanúrslit eftir stórsigur
Mánudagur 10. janúar 2011 kl. 21:17

Grindavík í undanúrslit eftir stórsigur

Ljóst var fyrir leik kvöldsins að eina Suðurnesjaliðið sem enn átti möguleika á Powerade-bikar karla þetta árið var Grindavík, en þeir tóku á móti Laugdælum í Röstinni nú fyrir stundu. Þeir sigruðu leikinn vægast sagt örugglega á heimavelli sínum með 91 stigi gegn 56 og munu því leika til undanúrslita gegn annaðhvort KR, Tindastól eða Haukum. Stigahæstur í liði Grindavíkur í kvöld var Páll Axel Vilbergsson með 25 stig og Ármann Örn bróðir hans var með 12 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024