Grindavík í toppbaráttunni
Grindavík er í toppbaráttunni í Iceland Exrpess deild kvenna í körfuknattleik eftir góðan sigur á Haukum í gær. Feiknagóð byrjun Grindavíkurstúlkna gerði gæfumuninn. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík.
Grindavík var með 16 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 28-12 og það reyndist alltof mikið fyrir Hauka. Staðan í hálfleik var 36-52 fyrir Grindavík. Leikur liðanna var nokkuð jafn eftir fyrsta leikhluta en Haukar náðu aldrei skapa þann vendipunkt í leiknum sem þarf til að saxa á forskot mótherjanna. Lokatölur urðu 95-80 fyrir Grindavík.
Michele DeVault var öflug í liði Grindavíkur með 26 stig og 11 fráköst.