Grindavík í þriðja sætið
Grindvíkingar skutust upp í þriðja sæti deildarinnar með 2-1 sigri á KA á Akureyri í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Þetta var fjórði sigurleikur Grindvíkinga í röð. KA komst yfir rúmum 20 mínútum fyrir leikslok en Óli Stefán Flóventsson jafnaði fyrir Grindavík á 75. mínútu eftir hornspyrnu. Ray Anthony Jónsson skoraði svo sigurmark Grindvíkinga níu mínútum fyrir leikslok eftir ágætan einleik.Grindvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar eins og áður sagði, þremur stigum á eftir toppliði Þróttar.