Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík í sumarfrí eftir tap í Hólminum
Mánudagur 29. mars 2010 kl. 23:41

Grindavík í sumarfrí eftir tap í Hólminum

Stórleikur Páls Axel Vilbergssonar gegn Snæfelli dugði ekki í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfu í Hólminum í kvöld. Lokatölur urðu 110-93 fyrir Snæfellinga sem kláruðu dæmið í þriðja leikhluta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll Axel skoraði 28 stig og Grindvíkingar voru inni í leiknum fram í upphaf síðari hálfleiks. Eitt stig skildi liðin í hálfleik. Slakur leikur í þriðja leikhluta varð Grindavík að falli sem nú er komið nokkuð snemma í sumarfrí.
Auk Páls var Darrell Flake með 24 stig og Brenton Birmingham með 12 stig.

Ljósmynd/karfan.is