Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík í sjöunda sæti eftir tap
Föstudagur 11. ágúst 2017 kl. 08:37

Grindavík í sjöunda sæti eftir tap

Grindavík tapaði fyrir KR á heimavelli í gær í Pepsí-deild kvenna. Leiknum lauk með 3:1 sigri KR. Fyrsta markið kom á 3. mínútu en það var Guðrún Karitas sem skoraði fyrir KR. Carolina Mendes jafnaði fyrir Grindavík nokkrum mínútum síðar. Staðan var því 1:1 í hálfleik. Á 55. mínútu komst KR aftur yfir með marki frá Katrínu Ómarsdóttur. Sigríður María gulltryggði svo 3:1 sigur KR með marki á 61. mínútu. Lokastaðan því 3:1 tap Grindavíkur sem er í sjöunda sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024