Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavik í höllina eftir sigur á ÍR
Þriðjudagur 9. febrúar 2010 kl. 01:12

Grindavik í höllina eftir sigur á ÍR


Það verða Grindavík og Snæfell sem mætast í úrslitum Subway-bikarsins í Laugardalshöllinni 20. febrúar, en það varð ljóst í kvöld þegar Grindvíkingar sigruðu ÍR-inga nokkuð örugglega á heimavelli, 91-78.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 10-0. Eftir fyrri hálfleik var Páll Axel kominn með 14 stig og staðan 50-41 fyrir þeim gulu. ÍR-ingar komu sterkir inn í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn í 59-55. Grindvíkingar sýndu þó úr hverju þeir eru gerðir í fjórða og síðasta leikhlutanum og kafsigldu gestina.

Hjá Grindavík var Ómar Örn Sævarsson með 21 frákast og 12 stig, en hann fékk 31 í einkunn fyrir leik sinn í kvöld. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur með 29 stig og 7 fráköst og Arnar Freyr Jónsson skoraði 10 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Stigahæstir ÍR-inga voru þeir Nemanja Sovic með 28 stig og 11 fráköst, Michael Jefferson með 20 stig og 5 fráköst og Kristinn Jónasson með 14 fráköst og 10 stig.

VF-myndir/ HBP