Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 15. mars 2000 kl. 16:31

GRINDAVÍK í frí - KEFLAVÍK áfram

Sannur Suðurnesjaslagur. Hér er útlit fyrir frábæra keppni og allt opið í báða enda. Grindavík er sigurstranglegra fyrirfram, þeir eru bikarmeistarar og hafa hinn stórsnjalla Brenton Birmingham innanborðs og ekki má gleyma “gamla manninum” Alex Ermólinskí sem fyrr í vetur hampaði sínum fyrsta titli hérlendis. En Grindavík er ekki bara Brenton, heldur byggir liðið á góðum skotmönnun, sér í lagi Bjarna og Guðlaugi, og aggressívum varnarleik með Ermó og Dag í miðjunni. Menn vita hvað Grindavík getur, en Keflavík er eitt stórt spurningarmerki. Útlendingavandræði hafa sett mark sitt á leik liðsins og t.a.m óvíst hvort Glover leikur með þeim í úrslitakeppninni. Hitt vitum við, að innan liðsins eru öflugir leikmenn, Gaui, Hjörtur, Gunni og Fannar, sem á góðum degi geta gert öllum lífið leitt. Vonlaust er að spá af einhverju viti um úrslit þar sem Keflvíkingar mæta með “nýtt” lið. Engu að síður leyfi ég mér að spá liðunum sínu hvorum sigrinum í upphafi, og að úrslitin ráðist í oddaleik. Hver vinnur? Jú, einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Siggi Ingimundar og strákarnir nái að sýna sitt rétta andlit og hafi sigur á síðustu stundu í síðasta leik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024