Grindavík hafði betur í grannslagnum
Njarðvík og Grindavík áttust við í gærkvöld í grannaslag í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Grindvíkingar unnu að lokum góðan sigur, 84-96, en leikurinn var framan af mjög jafn og spennandi. Grindvíkingar leiddu með fimm stigum í hálfleik og náðu að lokum að innbyrða 12 stiga sigur.
Samuel Zeglinski var atkvæðamestur með 30 stig og Aaron Broussard kom með 17 stig líkt og Sigurður Þorsteinsson. Hjá Njarðvík skoraði Nigel Moore 21 stig og næstur kom Elvar Már Friðriksson með 18 stig.
Keflavík tók á móti KFÍ í Toyotahöllinni og vann sigur 111-102. KFÍ hefur verið á miklu skriði að undanförnu og stóðu verulega í heimamönnum í gærkvöldi. Michael Craion átti góðan leik og skoraði 32 stig auk þess að taka 15 fráköst. Valur Orri Valsson kom næstur með 26 stig.
Njarðvík-Grindavík 84-96 (21-22, 19-23, 26-30, 18-21)
Njarðvík: Nigel Moore 21/7 fráköst/10 stoðsendingar/7 stolnir, Elvar Már Friðriksson 18/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8/5 fráköst, Marcus Van 7/13 fráköst, Ágúst Orrason 4, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 2/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.
Grindavík: Samuel Zeglinski 30/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Aaron Broussard 17/10 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/6 fráköst, Ryan Pettinella 1.
Keflavík-KFÍ 111-102 (24-29, 31-14, 30-27, 26-32)
Keflavík: Michael Craion 32/15 fráköst/6 varin skot, Valur Orri Valsson 26/8 fráköst/8 stoðsendingar, Billy Baptist 20/9 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 13/8 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 9/4 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Ragnar Gerald Albertsson 3.
Staðan í Dominos-deild karla:
1 Grindavík 15 12 3 1458 - 1314 24
2 Snæfell 15 11 4 1469 - 1319 22
3 Þór Þ. 14 10 4 1289 - 1168 20
4 Keflavík 15 10 5 1383 - 1329 20
5 Stjarnan 14 9 5 1317 - 1237 18
6 KR 15 8 7 1306 - 1301 16
7 Njarðvík 15 6 9 1306 - 1301 12
8 Skallagrímur 15 6 9 1237 - 1313 12
9 KFÍ 15 5 10 1318 - 1468 10
10 Fjölnir 14 4 10 1152 - 1282 8
11 ÍR 15 4 11 1260 - 1356 8
12 Tindastóll 14 3 11 1117 - 1224 6