Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík glímir við nýliða KR í kvöld
Miðvikudagur 19. desember 2007 kl. 10:21

Grindavík glímir við nýliða KR í kvöld

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Báðir leikirnir fara fram á Suðurnesjunum þar sem Grindavík fær spútniklið KR í heimsókn og Keflavík tekur á móti Hamri, næst neðsta liði deildarinnar.

 

Von er á mikilli baráttu í Röstinni þar sem nýliðar KR þykja til als líklegir eftir að hafa skellt Keflavík í síðustu umferð. Þá gerði Monique Martin 65 stig gegn sterku liði Keflavíkur og fróðlegt verður að sjá hvort hún freisti þess að bæta þetta magnaða stigamet í kvennaflokki í kvöld. Ef Grindavík nær að knýja fram sigur í leiknum þá jafna þær KR og Keflavík á toppi deildarinnar og þrjú lið fara þá jöfn inn í jólafríið.

 

Óhætt er að segja að um skyldusigur sé að ræða hjá Keflavík í kvöld enda skilja 14 stig að lið Hamars og Keflavíkur. LaKiste Barkus mætir þá sínum gömlu félögum en hún lék á tíma með Keflavík en er núna sterkasti pósturinn í liði Hamars.

 

Staðan í deildinni

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024