Grindavík tapaði fjórða leikum af síðustu sex

Grindvíkingar töpuðu gegn KR í Frostaskjóli í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Lokatölur voru 2-0 í sanngjörnum sigri Vesturbæjarliðisins sem þó skoruðu bæði mörk liðsins á síðustu átta mínútum leiksins.
Grindvíkingar eru þrátt fyrir tapað í 6. sæti en þeir hafa tapað fjórum leikjum í síðustu sex umferðum.

„Það eru von­brigði að tapa fjór­um af síðustu sex. Við reyn­um að líta á þetta frammistöðumiðað í staðinn fyr­ir niður­stöðumiðað og þar erum við að gera margt vel. Við erum ekki að leka inn mörk­um því við erum ekki nógu góðir, það vant­ar bara aðeins upp á," sagði Gunn­ar Þor­steins­son við mbl.is eftir leikinn.