Grindavík aftur á sigurbraut
Grindavík mætti Fjölni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn endaði með 1-0 sigri Grindavíkur. Fyrri hálfleikur var nokkuð rólegur en bæði lið áttu þó nokkur skot á mark sem ekkert varð úr. Marínó Axel fékk gult spjald á 36. mínútu fyrir að stöðva skyndisókn. Fátt annað gerðist í fyrri hálfleiknum og þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 0-0.
Alexander Veigar Þórarinsson fékk gult spjald fyrir brot á 51. mínútu og Will Daniels kom inn á fyrir Marínó Axel á 63. mínútu. Þá fékk Rodrigo Gomes Mateo gult spjald fyrir að stöðva skyndisókn á 68. mínútu. Sito fór út af í liði Grindavíkur á 81. mínútu og í hans stað kom Jóhann Helgi Hannesson.
Grindavík skoraði fyrsta og jafnframt eina mark leiksins á lokamínútunum en Sam Hewson skoraði mark á 84. mínútu eftir hornspyrnu. Alexander Veigar fór út af á 87. mínútu og í hans stað kom Nemanda Latinovic. Grindavík var nálægt því að bæta við örðu marki við á lokamínútu venjulegs leiktíma en Fjölnir náði að bjarga.
Leiknum lauk með með sigri Grindavíkur sem heldur áfram að safna stigum og taka færri miðjur eins og Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði liðsins sagði í viðtali við Víkurfréttir á dögunum. Landsleikjahlé verður gert núna á Pepsi-deildinni og hefst hún aftur í júlí.
Óli Stefán Flóventsson var ánægður með erfiðan sigur. Hér er stutt viðtal við þjálfarann hjá fotbolti.net