Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 5. júlí 2001 kl. 11:18

Grindavík áfram í Coca-Cola - Víðir úr leik!

Grindvíkingar unnu Siglfirðinga 3-0 á Siglufirði í gærkvöldi. Grinvíkingar eru nú komnir í 8 liða úrslit Coca-Cola bikarsins.
Siglfirðingar skoruðu fyrsta mark leiksins þegar aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum. Grindvíkingar áttu síðan nokkur góð færi en staðan í hálfleik var 1-0, heimamönnum í vil. Grindvíkingar komu í seinni hálfleik af fullum krafti og náðu að skora sitt fyrsta mark á 58. mínútu. Scott Ramsey átti skotið sem hafnaði í marki Siglfirðinganna. Tveimur mínútum síðar skoraði Ray Jónsson annað mark Grindvíkinga og má segja að Grindvíkingar hafi komist í gang með fyrsta marki. Á 78. mínútu skoraði Ólafur Stefán Flóventsson þriðja og síðasta mark Grindvíkinga og gerði út um leikinn.

Víðir tapaði fyrir KA í Garði 0-2 í 16 liða úrslitum Coca-Cola bikarsins sem fram fór á þriðjudagskvöld.
Þorvaldur Makan Sigurbjörnsson skoraði bæði mörkin fyrir KA í framlengingu. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Víðismenn náðu þó ekki að skora framlengingu. Fyrri leikur liðsins í Coca-Cola bikarnum endaði einnig í framlengingu en Víðismenn unnu þá ÍR 2-1.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024