Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík áfram í bikarnum
Miðvikudagur 15. desember 2004 kl. 13:46

Grindavík áfram í bikarnum

Grindvíkingar gerðu góða ferð vestur á Ísafjörð í gær er þeir báru sigurorð af KFÍ, 80-96. Þar með er Grindavík komið í 8 liða úrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar ásamt Njarðvík, Keflavík, Skallagrím, Fjölni og Hamri/Selfoss. Tveir leikir eru eftir í 16 liða úrslitum en þeir fara fram á morgun og á laugardag.

Grindvíkingar náðu snemma upp góðu forskoti og var staðan að loknum 1. leikhluta, 14-26, fyrir Grindavík. Heimamenn klóruðu í bakkan fyrir hálfleik og héldu liðin til búningsherberja í stöðunni 46-47.

Ísfirðingar komu grimmir til þriðja leikhluta og að honum loknum höfðu þeir náð yfirhöndinni 69-68. Fjórði leikhluti var svo eign Grindvíkinga þar sem þeir skoruðu 29 stig gegn 11 frá heimamönnum. Ísfirðingar máttu því horfa upp á enn eitt tapið í vetur og bikardrauma sína verða að engu.

Darrel Lewis fór mikinn í liði Grindavíkur en hann gerði 32 stig, tók 8 fráköst og stal sex boltum. Joshua Helm átti góðan dag fyrir KFÍ og gerði hann 39 stig, tók 14 fráköst ásamt þremur „hnupluðum.“

Tölfræði leiksins

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024