Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík ætlar að fá sér Kana
Mánudagur 17. nóvember 2008 kl. 12:06

Grindavík ætlar að fá sér Kana


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík vann Blikana á útivelli í gær öruggan sigur og hafa því unnið sjö af átta leikjum sínum í Iceland Express deildinni í vetur.

Karfan.is tók Friðrik Ragnarsson í viðtal eftir leikinn þar sem hann segir að hugsanlega verði Grindvíkingar tilneyddir til að fá sér Kana í sitt lið ætli KR sér að halda Jason Dourisseau áfram innan sinna vébanda!

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur:

Eruð þið að hleypa liðunum svolítið nærri ykkur eftir að hafa unnið upp gott forskot gegn þeim?

Við vorum bara ekkert að spila fallegan sóknarleik í kvöld en þetta var samt sannfærandi sigur sem var aldrei í hættu. Við spiluðum fína vörn og það er plúsinn í kvöld og í síðustu leikjum að við erum farnir að spila pínulítið betri vörn. Á móti kemur að flæðið í sókninni hefur ekki verið gott hjá okkur og sóknarleikurinn í kvöld var undir meðallagi hjá okkur.

Menn segja almennt að KR og Grindavík muni berjast um tvö efstu sætin í deildinni og ert þú ekkert að fara að sjá fram á það að ná í skottið á KR fyrr en þeir mæta í Röstina til ykkar?
Ég á bara fullt í fangi með að hugsa bara um mitt lið og get ekki verið að einbeita mér að KR en þeir eru að hökta eins og við en við hugsum bara út frá okkar bæjardyrum og um einn leik í einu. Reynum að bæta okkur og akkúrat núna finnst mér við ekki vera að spila okkar besta bolta en svona er körfuboltinn, þetta er upp og niður hjá þér en kosturinn við okkar leik í dag er að við náðum sigri.

Helgi Jónas Guðfinnsson hefur ekki verið með í síðustu tveimur leikjum, það er skarð fyrir skyldi!
Já, það veit það hver maður að það munar helling um Helga því hann er kominn í hörkugír og farinn að gagnast okkur eins og sá toppleikmaður sem hann er. Helgi hefur bara verið á námskeiði erlendis sökum vinnu en það hjálpar gríðarlega þegar hann kemur aftur.

Nökkvi er búinn að taka fram skóna, Guðlaugur er kominn aftur sem og Morten. Ætla Pétur Guðmunds og Gummi Braga og jafnvel þú að fara í búning á næstunni?
Nei, það held ég ekki! Reyndar ætlum við allir að taka fram skónna næsta föstudag þegar Grindavík B spilar í bikarnum en við komust ekki nærri Grindavíkurbúning en það.


Sérð þú fram á að önnur lið í deildinni geti nálgast Grindavík og KR á næstunni?
Jú jú, ég sé það alveg og sé hlutina jafnvel breytast. Ég get alveg ímyndað mér það að einhver lið eigi eftir að bæta við sig kana um eða eftir áramót því KR fer þá leið að halda sínum. KR er þannig að pína önnur lið til að taka sér kana en sjálfur hefði ég viljað sjá þetta kanalaust. Einhverra hluta vegna sér KR sig knúna til að hafa kana og það getur svo breytt mótinu helling hversu heppnir menn verða með kana. Það er borðleggjandi í stöðunni að það munu flest lið fá sér kana eftir því sem líður á mótið. Það er bara af því að toppliðið á Íslandi í dag sér tilefni til þess að vera með kana.

Mun Grindavík fá sér kana?
Ef KR heldur sínum þá mun ég örugglega vera tilneyddur til þess en ef KR lætur sinn mann fara þá er það bara ekki inni í myndinni.

Fleiri fréttir á www.karfan.is