Þriðjudagur 5. júní 2001 kl. 10:09
Grindavík á toppi kvennaboltans
Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í kvennaknattspyrnunni með heimasigri á Val, 1-0. Eftir þrjár umferðir sitja því Grindvíkingar á toppnum með fullt hús stiga en Breiðablik og KR eru í 2. og 3. sæti.