Grindavík....
Það voru víst ekki margir Íslendingarnir sem voru ekki körfuboltalega þenkjandi í dag og kvöld, þegar oddaleikur Vals og Grindavíkur fór fram í N1 höll Valsmanna. Röðin inn í húsið náði nánast út á Granda og stemningin og spennan kyngimögnuð, kannski ekki síst þar sem Grindvíkingar upplifðu enn eitt eitt eldgosið fyrir utan bæjarmörkin nokkrum klukkustundum fyrr. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þennan leik, Valsmenn voru betri aðilinn allan tímann og unnu sanngjarnan sigur, 80-73 eftir að hafa verið níu stigum yfir í hálfleik, 49-40.
Leikurinn var ekki gamall þegar einn besti leikmaður Vals, Kristófer Acox, féll og var borinn út af. Grindvískir stuðningsmenn unnu sig eflaust í álit hjá Völsurum þegar þeir kölluðu; „Acox, Acox.“ Ef einhverjir héldu að þar með yrði eftirleikurinn auðveldur fyrir Grindavík, voru þeir hinir sömu í röngum misskilningi, brotthvarf Kristófers hafði engin áhrif á þá og þeir voru allan tímann yfir, mestur fór munurinn í 13 stig skömmu fyrir hálfleik en Grindvíkingar náðu aðeins að rétta úr kútnum fyrir hálfleikskaffið og staðan í hálfleik, 49-40 fyrir Val.
Deandre Kane hélt Grindvíkingum á floti, var kominn með 15 stig.
Hinir fjölmörgu Grindvíkingar í stúkunni voru í raun allan tímann að bíða eftir að sínir menn myndu hrökkva í gang en alltaf þegar þristur datt niður þeirra megin og allt varð vitlaust hjá gulum, svöruðu Valsmenn hinum megin. Oftast varð það MVP FINALS-anna, Tidmus Badmus sem endaði með 31 stig en Suðurnesin áttu heldur betur sinn sigurvegara í kvöld, Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson, sýndi heldur betur hvað í honum býr og í minningu blaðamanns var það oft þristur frá honum sem slökkti neista Grindvíkinga. Grímseyingar mega vera stoltir af þessum flotta Njarðvíkingi.
Ótrúlegu tímabili Grindvíkinga lokið og þó svo að þetta hafi ekki dottið þeirra megin í kvöld, eru þeir líka sigurvegarar tímabilsins.