Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 6. maí 1999 kl. 13:11

GRINDAVÍK -OHIO

Knattspyrnulífið í Grindavík verður með alþjóðlegum blæ í sumar. Kvennalið Grindvíkinga á von á þremur bandarískum yngismeyjum til að styrkja leikmannahóp liðsins. Stúlkurnar sem heita Shauna Cottrell, Elisa Donovan og Sara Davidson eru leikmenn háskólaliðs Toledo í Ohio. Shauna var valin ein af 30 bestu leikmönnunum í háskólaboltanum á síðasta tímabili og hefur verið valin í landsliðshóp Kanadíska landsliðsins fyrir HM kvenna í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024