Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík - Keflavík í fyrstu umferð í körfunni
Mánudagur 18. júlí 2011 kl. 11:11

Grindavík - Keflavík í fyrstu umferð í körfunni

Búið er að raða leikjunum niður fyrir komandi tímabil í körfuboltanum. Í fyrstu umferð Iceland-express deildar karla ber hæst að nefna leik Grindvíkinga og Keflvíkinga sem fram fer í Röstinni í Grindavík.

Grindvíkingar hafa styrkt sig mikið eftir síðasta tímabil og Keflvíkingar hafa misst frá sér máttarstólpa á borð við Hörð Axel Vilhjálmsson sem hélt utan og Gunnar Einarsson sem lagði skóna á hilluna fyrir skömmu. Auk þess fór Sigurður Þorsteinsson frá Keflavík yfir til Grindavíkur, svo forvitnileg verður að fylgjast með þessari rimmu þann 13. október.

Ungt lið Njarðvíkinga mun heimsækja nýliða Vals að Hlíðarenda í fyrstu umferð karla en spennandi verður að sjá hvernig þessu efnilega liði reiðir af í vetur.

Hjá stúlkunum mætast einnig Grindvíkingar og Keflvíkinga í fyrstu umferð en Njarðvíkingar fara á Ásvelli og mæta Haukum.

Nánar má sjá uppröðun leikja á kki.is.

Mynd: Sigurður Þorsteinsson verður ekki í þessum búning þegar Grindvíkingar taka á móti Keflvíkingum í fyrstu umferð Iceland-Express deildinni í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024