Gríðarlega sáttir með að fá Friðrik Inga
- segir Ingvi Þór Hákonarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
„Við erum gríðarlega sáttir með að fá Friðrik Inga Rúnarsson til okkar. Hún er í fullri sátt við Hjört Harðarson sem ætlaði bara að taka við sem aðalþjálfari tímabundið þegar Sigurður Ingimundarson þurfti að fara í leyfi sem síðan hefur ílengst. Hjörtur og Gunnar Einarsson verða áfram sem aðstoðarþjálfarar Friðriks,“ sagði Ingvi Þór Hákonarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur um ráðninguna á Friðriki Ingi Rúnarssyni til liðsins. Keflvíkingar hafa að undanförnu verið að vinna í þjálfaramálum vegna þessarar stöðu og segjast ánægðir með að vera komnir með þjálfara til frambúðar.
Aðspurður um hvort von væri á fleiri breytingum t.d. í leikmannamálum Keflvíkinga í komandi baráttu í Domino's deildinni sagði hann svo ekki vera. Keflavík er sem stendur í 8.-9. sæti deildarinnar en átta efstu liðin komast áfram í úrslitakeppnina.