Gríðarleg spenna í Njarðvík - hverjir mætast í úrslitakeppninni?
Valsmenn eru deildarmeistarar karla í Subway-deildinni í körfu eftir sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í síðustu umferð deildarinnar en leikurinn fór í framlengingu þar sem gestirnir höfðu betur. Grindavík endaði í 2. sæti, Keflavík í 3. sæti og Njarðvík í 5. sæti. Ekki var ljóst í hvaða sætu liðin fyrir neðan Val lentu fyrr en eftir úrslitin í Njarðvík.
Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar mætir Valur Hetti, Grindavík fær Tindastól, Keflavík mætir Álftaesi og Njarðvík fær Þór Þorlákshöfn.
Það var mikil spenna í leik UMFN og Vals. Ef heimamenn hefðu sigrað hefðu þeir endað í 2. sæti og fengið Tindastól. Fyrrum Njarðvíkingur, Kristinn Pálsson fór á kostum í leiknum og skoraði 41 gegn sínum gömlu félögum.
Úrslit kvöldins:
Haukar-Grindavík 100-11
Þór Þ-Keflavík 106-100
Njarðvík-Valur 106-114
Stjarnan-Breiðablik 96-90
Tindastóll-Hamar 115-93
Stjarnan-Breiðablik 96-80