Grétar Ólafur sleit liðband
Grétar Ólafur Hjartarson hefur lokið þátttöku sinni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar með Grindavík en hann er með slitið liðband á utanverðu hné. Grétar meiddist illa í leik gegn Breiðabliki dögunum og leiddu myndatökur það í ljós að liðband væri slitið.
Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir Grétar og Grindavíkurliðið, en Grétar gekk til liðs við liðið í sumar. „Þetta er ömurlegt því ég var nýkominn aftur á ról eftir erfið meiðsli,“ sagði Grétar í samtali við Víkurfréttir. „Ég er ennþá að melta þetta og er ekki farinn að leiða hugann að því hvernig framhaldið verður hjá mér í fótboltanum,“ sagði Grétar spurður um stöðu sína hjá Grindavík. Ekki er ljóst hversu lengi Grétar verður frá vegna meiðsla en búast má við að hann leiki ekki meiri knattspyrnu á þessu ári.

VF-MYND/JJK: Grétar Ólafur Hjartarson klæðist Grindavíkurtreyjunni ekki oftar í leikjum Grindavíkur í sumar.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				