Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 29. maí 2002 kl. 21:16

Grétar með þrennu í sigri á Skaganum

Grétar Hjartarson skoraði þrennu í 3-1 sigri Grindvíkinga á ÍA í Símadeildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram á Akranesi. Grindvíkingar spiluðu mjög vel samkvæmt heimildum Víkurfrétta, þá sérstaklega Grétar Hjartarson, og voru sterkari aðilinn mest allan leikinn.Grindvíkingar komust yfir eftir aðeins 13 sekúndur með marki frá Grétari Hjartarsyni eftir sendingu frá Sinisa Kekic. Grétar skoraði aftur 9 mínútum síðar og fullkomnaði svo þrennuna í seinni hálfleik með föstu skoti. Leikmenn ÍA náðu aðeins að klóra í bakkann en sigurinn var aldrei í hættu hjá Grindavík. Grindvíkingar eru nú komnir með 5 stig eftir þrjár umferðir, tvö jafntefli og eitt tap.
Íslandsmeistarar ÍA hafa nú tapað þremur leikjum í röð og sitja sem fastast á botni deildarinnar með ekkert stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024