Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 00:21

Grétar Hjartarson: Ekki hræddur við að skjóta

Grétar Hjartarsson sóknarmaður í liði Grindavíkur sem valinn var markakóngur Íslandsmótsins er ánægður með að Grindavík náði þriðja sæti í mótinu. Hann segir að það séu að sjálfsögðu vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu, en hann segir að Grindavíkurliðið nái hugsanlega Evrópusæti og það séu sárabætur:„Við getum náttúrulega bara sjálfum okkur um kennt að hafa ekki náð fyrsta sætinu, en við erum sáttir.“ Það hefur vakið athygli í sumar að flest mörkin sem Grétar hefur skorað í sumar hefur verið fyrir utan vítateig, en Grétar segir að ástæðan fyrir því sé sú að hann hafi verið ófeiminn við að skjóta á markið og að hann hafi notið frjálsræðis. Aðspurður að því hvort hann stefni aftur á atvinnumennskuna svara hann: „Maður setur náttúrulega stefnuna þangað, en ég á eitt ár eftir hjá Grindavík og ég ætla að klára það.“ Grétar segir að lið Keflavíkur hafi spila mjög vel á laugardaginn: „Mér finnst synd að sjá á eftir liðinu niður í 1. deild og ef þeir hefðu spilað fleiri svona leiki í sumar þá hefðu þeir aldrei fallið,“ segir markakóngurinn að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024