Grátlegt tap hjá Þrótti
Fyrsta tap Þróttara í Vogum í 4. deild karla er staðreynd. Liðið tapaði 1-2 á heimavelli gegn Kóngunum. Mark Þróttara skoraði Magnús Ólafsson í fyrri hálfleik, en hann kom Þrótturum yfir með markinu. Þróttarar voru aðgangsharðir í fyrri hálfleik og áttu m.a. skot í slá og af þeim var dæmt mark. Það má svo segja að gestirnir hafi stolið sigrinum í seinni hálfleik en sigurmark þeirra kom í uppbótartíma. Kjaftshögg fyrir Vogamenn.
Þróttarar eru í öðru særi í A riðli með 17 stig eftir 9 leiki.