Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grátlegt tap Grindvíkinga í Laugardalnum
Miðvikudagur 26. ágúst 2009 kl. 21:52

Grátlegt tap Grindvíkinga í Laugardalnum

Grindvíkingar máttu sætta sig við sárt tap gegn Fram á útivelli í kvöld, 4-3, en Grindvíkingar voru með leikinn í höndunum allt fram að lokamínútunum.

Framarar hófu leikinn betur og skoruðu fyrsta mark leiksins á þrettándu mínútu þegar Almarr Ormarsson skoraði með föstu skoti úr teig eftir andvaraleysi varnarmanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Fyrirliði Grindvíkinga, Orri Freyr Hjaltalín, var þó ekki lengi að jafna metin en hann setti boltann í autt markið eftir mistök hjá markverði Framara á tuttugustu mínútu.


Það var svo á 37. mín að Jóhann Helgason kom Grindvíkingum yfir með skalla úr teignum eftir sendingu Scott Ramsey. Þannig var staðan í leikhlé, en seinni hálfleikurinn átti eftir að verða dramatískur svo ekki sé meira sagt.


Gilles Mbang Ondo kom Grindvíkingum í 1-3 með marki úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Brotið var á Ray Anthony Jónssyni.


Eftir hressilegan leik þar sem bæði lið áttu góð færi, fóru leikar að æsast á lokamínútunum. Á 77.mín misstu Grindvíkingar boltann á miðjum vellinum og eftir snarpa skyndisókn skoraði Almarr sitt annað mark og minnkaði muninn.


Rétt tveimur mínútum síðar skoraði varnarjaxlinn reyndi, Auðunn Helgason, jöfnunarmarkið með skalla eftir hornspyrnu og virtust heimamenn ætla að ná að stela stigi. Það er þangað til Hjálmar Þórarinsson skallaði knöttinn í markið á lokamínútu leiksins, eftir sendingu frá Almarri, og ótrúlega sveiflukenndur leikur endaði á versta hátt fyrir Grindvíkinga.

VF-mynd úr safni