Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grátlegt jafntefli hjá Njarðvíkingum
Laugardagur 6. ágúst 2011 kl. 14:00

Grátlegt jafntefli hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Aftureldingu á heimavelli sínum í gær í 2. deild karla í knattspyrnu.

Markalaust var í hálfleik en heimamenn þó orðnir einum færri eftir að Garðar Eðvaldsson fékk að líta tvö gul spjöld á þriggja mínútna kafla. Gestirnir frá Mosfellsbæ misstu svo fyrirliða sinn af velli með rautt spjald eftir tæplega 70 mínútna leik og skömmu síðar kom Andri Fannar Freysson Njarðvíkingum yfir þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Ísleifs Guðmundssonar.

Skömmu eftir markið fengu Njarðvíkingar vítaspyrnu en Ólafur Jón Jónsson setti boltann í slána og þaðan yfir markið. Njarðvíkingum var svo refsað grimmilega þegar að Afturelding skoruðu þegar 3 mínútur voru til leiksloka. Til að bæta gráu ofan á svart var mark dæmt af Njarðvíkingum í blálokin þegar Einar Marteinsson var dæmdur rangstæður en heimamenn voru ekki par sáttir við dóminn.

Mynd: Andri Fannar skoraði fyrir Njarðvíkinga í gær en hér er hann í leik gegn Reyni fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024