Grannaslagur í kvennaboltanum
Grindavík-Njarðvík í Röstinni
Eftir hrikalega rimmu Njarðvíkur og Keflavíkur í karlaboltanum er komið að öðrum grannaslag í körfuboltanum. Að þessu sinni mætast kvennalið Grindavíkur og Njarðvíkur, en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Bæði lið töpuðu síðasta leik, Njarðvíkingar töpuðu gegn toppliði Keflavíkur og Grindvíkingar gegn Hamarskonum.
Efsta lið deildararinnar, Keflavík leikur svo á heimavelli sínum gegn neðsta liði deildarinnar KR. Átta stigum munar á liðinum eftir fimm umferðir.
Leikirnir hefjast klukkan 19:15.