Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grannaslagur í fyrstu umferð á næstu leiktíð
Föstudagur 25. maí 2007 kl. 16:02

Grannaslagur í fyrstu umferð á næstu leiktíð

Í vikunni var dregið í töfluröð í Iceland Express deildunum og 1. deild karla í körfuknattleik fyrir næstkomandi leiktíð. Töfluröðin ákvarðar hvaða lið mætast í hverri umferð.

 

Njarðvíkingar fá heimaleik í fyrstu umferð og taka þá á móti Snæfellingum. Þá verður grannaslagur í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Grindavík.

 

Nýliðarnir í Iceland Express deild karla, Þór Akureyri og Stjarnan, fengu heimaleiki í fyrstu umferð.

 

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, dró í töfluröðina. Hér fyrir neðan má sjá í hvaða röð liðin í Iceland Express deild karla komu upp úr skálinni.

 

1 Þór Ak

2 UMFN

3 Keflavík

4 KR

5 Stjarnan

6 Hamar

7 Tindastóll

8 Skallagrímur

9 Fjölnir

10 UMFG

11 Snæfell

12 ÍR

 

Í fyrstu umferð deildarinnar munu því verða eftirfarandi leikir:

 

Stjarnan - Skallagrímur

Hamar - Tindastóll

Þór Ak. - ÍR

Keflavík - UMFG

KR - Fjölnir

UMFN - Snæfell

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024