Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannarimma í Grindavík
Laugardagur 1. desember 2007 kl. 11:30

Grannarimma í Grindavík

Þrír leikir fara fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í dag og þeirra fyrirferðamestur verður vafalítið grannarimma Grindavíkur og Keflavíkur í Röstinni kl. 16:00 í Grindavík. Þá mætast nýliðarnir í deildinni KR og Fjölnir á sama tíma í DHL-Höllinni og Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Val kl. 17:00 að Ásvöllum.

 

Með sigri í dag geta Keflvíkingar náð 18 stigum á toppi deildarinnar en takist Grindavík að hafa sigur þá þjappa þær liðunum nokkuð saman á toppnum og auka smá á spennuna í deildinni.

 

Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur sagði í samtali við Víkurfréttir á fimmtudag að bandaríski leikstjórnandinn TaKesha Watson myndi í dag koma að nýju inn í Keflavíkurliðið eftir að hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu.

 

Staðan í deildinni

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024