Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grannaglíma í Sandgerði á laugardag
Miðvikudagur 12. september 2007 kl. 15:26

Grannaglíma í Sandgerði á laugardag

Laugardagurinn 15. september er stór dagur í Sandgerði en þá mæta Njarðvíkingar á Sparisjóðsvöllinn í leik sem margir vilja meina að sé mikilvægasti leikur sumarsins. Einnig fagnar knattspyrnufélag Reynis 72. ára afmæli svo það verður margt um að vera.

 

Í tilefni afmælisins ætlar Sparisjóðurinn að bjóða öllum frítt á leikinn en hann lætur ekki þar við sitja því hann ætlar einnig að gefa fyrstu 50 áhorfendum sem koma á völlinn bol með merki Reynis og SpKef á. Afhending á bolunum hefst kl 13:30 og fer fram þar sem miðasalan hefur verið í sumar. Þetta framtak Sparisjóðsins er lofsvert og sýnir enn og aftur hve öflugur styrktaraðili þessi stofnun er við íþróttarlíf hér á Suðurnesjum. Forráðarmenn knattspyrnudeildar Reynis þakka Sparisjóðnum fyrir stuðninginn.

 

Boðið verður upp á andlitsmálningu fyrir alla sem vilja og hvetjum við alla krakka til að koma og fer málun fram milli 12:30 og 13:30 í Reynisheimilinu.

 

Dregið verður úr happadrætti í hálfleik og verður vinningshafi kallaður upp í hátalarakerfi. Afhending miða verður einungis á milli 13:30 og 14:15 í miðasölunni svo það borgar sig að vera tímalega. Leikmenn Reynis gefa svo áhorfendum bolta rétt aður en flautað verður til leiks.

 

Reynismenn eru á botni deildarinnar með 15 stig en Njarðvíkingar eru í þriðja neðsta sæti með 16 stig en aðeins eitt lið fellur úr 1. deildinni í ár.

 

www.reynir.is

 

VF-mynd/ Jón Örvar-Frá Sparisjóðsvellinum fyrr í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024