Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grænu Ljónin á kreik í Njarðvík
Miðvikudagur 12. október 2011 kl. 14:03

Grænu Ljónin á kreik í Njarðvík

Grænu Ljónin er nýstofnaður stuðningsmannaklúbbur körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Bæði einstaklingar og fyrirtæki geta orðið meðlimir í klúbbnum og eru margvísleg fríðindi sem fylgja með áskrift. Einn af stjórnarmönnum Njarðvíkur sagði í samtali við Víkurfréttir að félagið væri með þessu að bjóða stuðningsmönnum allt í einum pakka og um leið væri verið að efla félagsandann og að sjálfsögðu væri þetta nauðsynleg tekjulind fyrir félagið í erfiðu árferði.

En meðal fríðinda má nefna:

· Ársmiði á leiki meistaraflokks karla og meistaraflokks kvenna (nema Powerade bikar) og meðlæti í hálfleik

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

· Miði á herrakvöld / konukvöld. Matur og skemmtun.

· Miði á haustfagnað þar sem liðin okkar verða kynnt til sögunnar.

· Happdrættismiði, dregið úr númerum á kortum í desember.

· Jólagjöf.

· Miði á lokahóf deildarinnar. Matur og skemmtun.

· Þrír valdir heimaleikir þar sem meðlimum klúbbsins verður boðið upp á léttar veitingar og þjálfarar fara yfir leikskipulag og svara spurningum frá stuðningsmönnum. Eftir leik eru aftur veitingar og spjall með þjálfurum og leikmönnum.

· Vegleg gjöf fyrir þá sem ganga í stuðningsmannaklúbbinn.



Nánari upplýsingar um stuðningsmannaklúbbinn má sjá á heimasíðu Njarðvíkinga, umfn.is.