Gott gengi fimleikadeildar Keflavíkur á Akureyri
Keppendur fimleikadeildar Keflavíkur náðu góðum árangri á haustmóti í þrepum sem fram fór á Akureyri um síðustu helgi. Deildin sendi 20 keppendur á mótið og kepptu þeir í 4. og 5. þrepi fimleikastigans. Fimleikafólkið stóð sig með stakri prýði og bættu þau öll fyrri árangur sinn. Það er því ljóst að vetrarstarfið fer vel af stað og að framtíðin hjá fimleikadeildinni er björt.
Eftirfarandi er árangur fimleikadeildar Keflavíkur:
5. þrep 9 ára stúlkur
Kristín Embla Magnúsdóttir 5.sæti samanlagt
Íris Sævarsdóttir 1.sæti stökk
5. þrep 10 ára stúlkur
Þórunn Fríða Unnarsdóttir 2. sæti stökki
Þórunn Fríða Unnarsdóttir 1. sæti tvíslá
Þórunn Fríða Unnarsdóttir 3. sæti gólfi
Þórunn Fríða Unnarsdóttir 3. sæti samanlagt
Þórunn Fríða Unnarsdóttir 2. sæti liðakeppni
Lovísa Ósk Ólafsdóttir 2. sæti slá
Lovísa Ósk Ólafsdóttir 2. sæti samanlagt
Lovísa Ósk Ólafsdóttir 2. sæti liðakeppni
4. þrep 10 ára stúlkur
Birta Dís Barkardóttir 2. sæti gólf
4. þrep 11 ára stúlkur
Lovísa Björk Davíðsdóttir 2. sæti gólf
Lovísa Björk Davíðsdóttir 10. sæti samanlagt
4. þrep 12 ára stúlkur
Lovísa Gunnlaugsdóttir 3. sæti liðakeppni
4. þrep 9 til 10 ára drengir
Heiðar Geir Hallsson 5. sæti samanlagt
4. þrep 11 ára og eldri drengir
Atli Viktor Björnsson 2. sæti samanlagt
Atli Viktor Björnsson 2. sæti bogahestur
Atli Viktor Björnsson 1. sæti hringir
Atli Viktor Björnsson 3. sæti tvíslá
Atli Viktor Björnsson 1. sæti svifrá