Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Goshlaupið í Grindavík
Hlaupið verður um gosstöðvarnar. Mynd: Facebook-síða Reykjanes Volcano Ultra
Fimmtudagur 30. júní 2022 kl. 12:38

Goshlaupið í Grindavík

Goshlaupið í Grindavík fer fram á laugardagskvöldið 2. júlí – skemmtilegt náttúruhlaup um Reykjanes.

Hægt er að skrá sig í skemmtilegar hlaupaleiðir 10km, 30km og 50km í Reykjanes Volcano Ultra. Skráning á hlaup.is eða í Salthúsinu allt að hálftíma fyrir hlaupin. 50km hefjast kl 18:00, 30km hefjast kl. 20:00 og 10km kl. 23:00 fyrir utan Salthúsið Grindavík, sem verður opið fram yfir miðnætti og með í boði girnilega hamborgara, fisk & franskar, steikarsamloku, auðvitað kaldan á krana og fleira. 

Stefnt er á að vera með afslappað andrúmsloft, njóta frekar heldur en þjóta því það er góð upplifun að hlaupa á Reykjanesinu, upp Langahrygg og virða fyrir sér eldfjallið og hraunið, Þorbjörn með stórkostlegu útsýni yfir Bláa lónið og Reykjanesið, framhjá Gálgaklettum ofl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að hlaupa að kvöldi og nóttu til í bjartri sumarnóttinni er einstök upplifun. Verðurspáin laugardagskvöld er sól, 8° hiti og létt gjóla. Fullkomið náttúruhlaupaveður.


Nánari upplýsingar:
www.facebook.com/Reykjanes-Volcano-Ultra-105479148460480

Skráning og upplýsingar á hlaup.is