Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Goran ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindvíkinga
Þriðjudagur 1. nóvember 2011 kl. 09:24

Goran ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindvíkinga

Kvennalið Grindavíkur í knattspyrnu hefur ráðið nýjan þjálfara. Það mun vera reynsluboltinn Goran Lukic sem lék m.a. hér á landi með Grindavík, Stjörnunni, Víði Garði og Haukum.

Goran er með UEFA-B þjálfaragráðu og á langan knattspyrnuferil að baki. Einnig var Guðný Gunnlaugsdóttir ráðin honum til aðstoðar í kringum liðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennaráð Grindavíkur var að sögn mjög sátt með ráðingu Gorans og óska honum velfarnaðar í starfi.