Gönguskíðagarpar á Suðurnesjum geta nú notast við gönguskíðabraut við golfvöllinn á Ásbrú og á golfvellinum í Leiru en þar voru opnaðar brautir á dögunum. Í tilkynningu á síðu Reykjanesbæjar kemur fram að sporin séu ekki fullkomin eftir fyrstu umferð en til standi að laga þau þegar færi gefst.