Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gömul Man. Utd. kempa á Grindavíkurvelli
Þriðjudagur 18. október 2011 kl. 09:36

Gömul Man. Utd. kempa á Grindavíkurvelli

Á dögunum kom gamla Manchester United kempan Paddy Crerand til landsins ásamt tökuliði frá MUTV sjónvarpsstöðinni til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni 20 ára afmæli Man. Utd. klúbbsins hér á landi. Gerðu þeir sér sérstaka ferð til Grindavíkur þar sem Man.Utd. klúbburinn var formlega stofnaður á sínum tíma en fyrsti formaður hans var Grindvíkingurinn Guðjón Einarsson. Þetta kemur fram á grindavik.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Auk Crerand kom markvörðurinn Alex Stepney til landsins en þeir voru saman í liði United sem varð Evrópumeistari árið 1968 eftir 4-1 sigur á Benfica í framlengdum leik á Wembley, fyrst enskra liða. Stepney kom seinna til landsins en Crerand og því var hann ekki með í ferðinni til Grindavíkur.

Crerand, sem er fæddur árið 1939, hóf leikmannaferilinn hjá Glasgow Celtic þaðan sem United keypti hann árið 1963. Hann lék tæplega 400 leiki með liðinu á átta ára ferli. Hann spilaði á miðjunni og hafði orð á sér fyrir að vera harður í tæklingum. Í dag aðstoðar hann við lýsingar á leikjum á MUTV sjónvarpsstöðinni og er með eigin þátt þar sem hann svarar símtölum stuðningsmanna.

Afrakstur heimsóknarinnar mátti svo sjá á sjónvarpsstöð Manchester United á Fjölvarpinu.

Á myndinni er Paddy (þriðji lengst til vinstri) ásamt fulltrúum knattspyrnudeildar Grindavíkur, stuðningsmannaklúbbi Manchester United á Íslandi og fulltrúum sjónvarpsstöðvar Manchester United.

grindavik.is