Gömlu Keflvíkingarnir eru góðir

Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu í flokki 50 ára og eldri annað árið í röð.
Síðasta umferð Íslandsmótsins fór fram í Reykjaneshöllinni sl. laugardag en Keflvíkingar, sem voru með góðan liðsstyrk frá Víði í Garði, voru taplausir í 10 leikjum á þessu ári og liðið hefur ekki tapað leik síðustu tvö ár. Í því eru m.a. Sigurður Björgvinsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Keflvíkinga og Grétar Einarsson markahrellir úr Garðinum en hann lék m.a. með Víði og Keflavík á sínum ferli.