Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Golfregludagur í Leirunni 27. feb.
Þriðjudagur 15. febrúar 2011 kl. 12:04

Golfregludagur í Leirunni 27. feb.

Sunnudagurinn 27. febrúar n.k verður golfreglu-dagur í Leirunni. Dagurinn hefst kl 11.00 með kynningu fyrir hinn almenna kylfing á golfreglum. Farið er yfir helstu golfreglur og siðareglur golfíþróttarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir hádegi eða kl 13.30 hefst héraðsdómaranámskeið. Námskeiðið stendur yfir í um 6 klst. og gefur þáttakendum réttindi til héraðsdómara. Allir geta sótt um að sitja þetta námskeið. Vill Golfklúbbur Suðurnesja hvetja félagsmenn sína til að sækja þessi námskeið.

Dagskrá Golfreglu-dagsins 27. febrúar:

11.00 – 13.00 Dómaranefnd GSÍ hefur undirbúið fræðslunámskeið um golfreglur sem tekur ca. 2 tíma í yfirferð. Farið er yfir helstu golfreglur og siðareglur golfíþróttarinnar. Fyrirlesarar Aðalsteinn Örnólfsson og Kristján Einarsson. Opið öllum félagsmönnum GS.

13.10 – 19.00 Héraðsdómaranámskeð. Aðalsteinn Örnólfsson og Kristján Einarsson munu halda námskeið til Héraðsdómara. Námskeiðinu lýkur með prófi til Héraðsdómara.

Skráning á þessi námskeið fer fram á [email protected] og einnig í síma 846-0666.

Að ofan er Haukur Júlíusson, ungur kylfingur í GS á Íslandsmóti unglinga í golfi í Eyjum að láta boltann falla undir styrkri leiðsögn dómara. Faðir hans, Júlíus Steinþórsson, kylfubergi stráksins fylgist með.