Golfklúbbur Suðurnesja og FLE í samstarf
Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) og Fríhöfnin ehf. hafa undirritað styrktar- og samstarfssamning við Golfklúbb Suðurnesja (GS) nú þriðja árið í röð. Samningurinn er hluti af heilsueflingu FLE og Fríhafnarinnar þar sem markmið er að vekja starfsfólk til umhugsunar um hollar lífsvenjur og styðja starfsfólkið við að tileinka sér heilbrigðari lífstíl.
Golfkennsla verður í boði fyrir starfsfólk og golfmót verður haldið í kjölfarið á æfingavellinum á Leiru. Einnig mun GS skipuleggja golfmót sem samstarfsaðilum FLE og Fríhafnarinnar verður boðið til.
Á mynd eru Gylfi Kristinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja, Sóley Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri starfsþróunarsviðs FLE, Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Hrönn Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs FLE og Gunnar Þórarinsson formaður Golfklúbbs Suðurnesja.