HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Mánudagur 23. júní 2003 kl. 21:33

Golf: Örn Ævar með landsliðinu til Hollands

Staffan Johannson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi í gær landslið Íslands, sem leikur í Evrópukeppni karlaliða í Hollandi 1. til 5. júlí næstkomandi.Liðið skipa þeir Haraldur H. Heimisson, Golfklúbbi Reykjavíkur, Heiðar D. Bragason og Magnús Lárusson, báðir úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, Sigmundur Einar Másson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Sigurpáll Geir Sveinsson, Golfklúbbi Akureyrar og Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðurnesja. Liðstjóri er Ragnar Ólafsson.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025