Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 23. júní 2003 kl. 21:33

Golf: Örn Ævar með landsliðinu til Hollands

Staffan Johannson, landsliðsþjálfari í golfi, valdi í gær landslið Íslands, sem leikur í Evrópukeppni karlaliða í Hollandi 1. til 5. júlí næstkomandi.Liðið skipa þeir Haraldur H. Heimisson, Golfklúbbi Reykjavíkur, Heiðar D. Bragason og Magnús Lárusson, báðir úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, Sigmundur Einar Másson, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, Sigurpáll Geir Sveinsson, Golfklúbbi Akureyrar og Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðurnesja. Liðstjóri er Ragnar Ólafsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024