Golf: Örn Ævar 2. á NM áhugamanna
Norðurlandamóti áhugamanna í golfi lauk á golfvellinum Stóra-Lundi í Svíþjóð í dag. Örn Ævar Hjartarson varð í 2. sæti í karlaflokki 2 höggum á eftir sigurvegaranum Jonas Blixt frá Svíþjóð. Karlaliðið varð í 3. sæti í keppninni, en auk Arnar Ævars léku þeir Heiðar Davíð Bragason, Rúnar Óli Einarsson og Sigurður Rúnar Ólafsson í karlaflokki.
Stúlknalið Íslands varð í 3. sæti þar sem Tinna Jóhannsdóttir lék best íslensku stúlknanna og hafnaði í 6. sæti. Auk hennar léku María Ósk Jónsdóttir, Arna Rún Oddsdóttir og Sunna Sævarsdóttir í stúlknaflokki.
Kvenna- og piltalið Íslands höfnuðu í neðsta sæti. Í kvennaflokki lék Helga Rut Svanbergsdóttir best Íslendinga og hafnaði í 8. sæti. Helena Árnadóttir, Nína Björk Geirsdóttir og Kristín Rós Kristjánsdóttir skipuðu sveitina auk Helgu.
Piltarnir náðu sér ekki á strik, en fyrir Ísland léku Magnús Lárusson, Hjörtur Brynjarsson, Kristján Þór Einarsson og Sigurður Pétur Oddsson. Ríkisútvarpið greinir frá.